STAFRÆN ÞJÓNUSTA
SNIÐIN AÐ ÞÖRFUM HVERS FYRIRTÆKIS
Í meira en áratug höfum við unnið með fjölbreyttum hópi fyrirtækja og hjálpað þeim að vaxa með öflugum stafrænum lausnum.


Yfir 10 ára reynsla
SÉRFRÆÐINGAR Í STAFRÆNNI MARKAÐSSETNINGU
Hjá Unio starfa sérfræðingar í stafrænni markaðssetningu með yfir 10 ára reynslu og hafa brennandi áhuga á því sem þau gera best, að aðstoða fyrirtæki við að ná árangri á netinu!
Reynslan hefur kennt okkur að þarfir fyrirtækja eru mjög mismunandi og því erum við sérlega vel í stakk búin til að aðstoða fyrirtæki sem eru að leita að grunnþjónustu sem snýr að markaðssetningu á netinu.
Hvort sem það er umsjón með auglýsingum á Facebook, Instagram og Google eða heildarumsjón með samfélagsmiðlum fyrirtækja.
Unio – pakkar sem skila árangri
FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA
SÉRSNIÐIN EFTIR ÞÖRFUM
Stafrænar auglýsingar eru orðnar órjúfanlegur partur af markaðsstarfi fyrirtækja og því er mikilvægt að huga vel að því hvernig fyrirtæki geta hámarkað dreifingu og svörun frá sínum lykilmarkhópi.
Umsjón með stafrænum auglýsingum
Unio Paid umsjónin okkar felur í sér að sérfræðingar Unio aðstoða fyrirtæki við að stilla upp og halda utan um auglýsingar, hvort sem það er á Meta (Facebook og Instagram) eða Google Ads (PPC, Display, eða YouTube).
Ekki nóg með að við sjáum um auglýsingarnar heldur hafa viðskiptavinir okkar aðgang að lifandi mælaborði þar sem allar helstu tölur eru dregnar saman á mannamáli.
Unio sér um Google Ads fyrir fyrirtæki með það að markmiði að auglýsingarnar skili hámarksárangri.
Við fylgjumst reglulega með herferðum, bestum leitarorð, aðlögum skilaboð og markhópa og tryggjum að birtingafé nýtist sem best.
Jafnframt sjáum við til þess að lendingarsíður séu í toppstandi og framkvæmum A/B prófanir til að greina hvaða skilaboð höfða best til markhópsins.
Umsjón með samfélagsmiðlum
Unio tekur að sér umsjón með samfélagsmiðlum fyrirtækja þar sem okkar hlutverk er að tryggja að ásýnd fyrirtækisins sé eins og best verður á kosið.
Þrátt fyrir að náttúruleg dreifing á efni hafi farið minnkandi, þá skiptir máli að sýna fram á virkni og dreifingu á lykilskilaboðum til markhópsins.
Sérfræðingar Unio aðstoða þig við að setja upp birtingaplön fyrir þá miðla sem skipta þitt fyrirtæki mestu máli.
Hönnun og framleiðsla á efni
Einn af þeim lykilþáttum sem þarf að gæta til að ná árangri er að para saman réttar aðgerðir við framsetningu á markaðsefni sem nær til markhópsins.
Þess vegna bjóðum við upp á að aðstoða fyrirtæki við framleiðslu á markaðsefni, hvort sem það er uppsetning á sniðmátum fyrir samfélagsmiðla sem auðvelt er að vinna eftir eða grafískir borðar.
Einnig getum við aðstoðað varðandi flóknar útfærslur hvort sem það er ljósmyndun, myndbandsframleiðsla eða hreyfigrafík.
Póstlista-markaðssetning
Unio er viðurkenndur samstarfsaðili hjá MailChimp og Klaviyo og tökum við að okkur umsjón með póstlistum fyrirtækja. Auk þess bjóðum við upp á kerfi sem leikjavæðir markaðsefni og eykur þannig við skráningar og bætir virkni póstlistanna.
Unio er einnig samstarfsaðili
Diskó sem er
SMS-markaðskerfi sem hjálpar fyrirtækjum að safna símanúmerum viðskiptavina og senda þeim markviss skilaboð um nýjar vörur, afslætti og tilboð.
Ráðgjöf
Rétt ráðgjöf getur skipt sköpum þegar kemur að því að ná árangri í stafrænni markaðssetningu. Unio veitir alhliða ráðgjöf sem nær yfir alla þætti markaðsstarfsins – hvort sem það er samfélagsmiðlastjórnun, grafísk hönnun, myndbandsgerð eða uppsetning á „tracking-kóðum".
Við hjálpum fyrirtækjum að finna rétta blöndu af stafrænum ferlum sem hámarka árangur þeirra.
Viðskiptavinir okkar
Veldu pakka
UNiO PAKKAR
Pakki 1
129.000 kr.
Umsjón með stafrænum auglýsingum
Meta eða Google Ads
Lifandi mælaborð
Mánaðarleg samantekt
Fundir og samskipti
Pakki 2
179.000 kr.
Umsjón með stafrænum auglýsingum
Meta og Google Ads (PPC)
A/B prófarnir og bestun auglýsinga
Lifandi mælaborð
Mánaðarleg samantekt
Fundir og samskipti
Pakki 3
249.000 kr.
Umsjón með stafrænum auglýsingum
Meta eða Google Ads (DP/PPC/YT)
Uppsetning mælitóla og mælikvarða
A/B prófarnir og bestun auglýsinga
Lifandi mælaborð
Mánaðrleg samantekt
Fundir og samskipti
Hefur þú áhuga á að vita meira?
Hafðu samband
Bókaðu fund með verkefnastjóra okkar þar sem við förum yfir helstu þjónustuleiðir og finnum út hvernig við getum aðstoðað fyrirtæki að ná árangri á netinu.







